Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Kjaftæðið - Takk Man Utd!
Útvarpsþátturinn - Arnar Gunnlaugs og Eyjó Héðins
Hugarburðarbolti GW 22 Þáttastjórnandi telur Manchester United vera betri en Arsenal!
Fótbolta nördinn - SÝN vs FH
Alfreð: Tækifæri sem var of gott til að segja nei við
Kjaftæðið - United slátraði borgarslagnum
Enski boltinn - Michael Carrick og Michael Scott
Tveggja Turna Tal - Björn Daníel Sverrisson, Part II
Kjaftæðið - Upphitun fyrir enska og fréttir vikunnar
Útvarpsþátturinn - Föstudagsfjör og Balkanbræður
Fótbolta nördinn - RÚV vs Víkingur
Kjaftæðið - Stóra bikarhelgin allsstaðar!
Enski boltinn - Hver á að endurlífga Man Utd?
Útvarpsþátturinn - Nýjustu sambýlismennirnir
Hugarburðarbolti GW 21 Var lesin eins og "Litla gula hænan"
Kjaftæðið - Arsenal er fancy Stoke
Tveggja Turna Tal - Aron Baldvin Þórðarson
Kjaftæðið - Amorim rekinn!
Enski boltinn - Kaldar nýárskveðjur og er Amorim búinn?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
banner
   fös 25. apríl 2014 08:00
Magnús Már Einarsson
Upptaka - Haukur Ingi um þunglyndi fótboltamanna
Haukur Ingi Guðnason.
Haukur Ingi Guðnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Ingi Guðnason er sálfræðingur, íþróttaþjálfari og fyrrum atvinnumaður en hann var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á dögunum.

Umræðuefnið var geðræn vandamál fótboltamanna en nýlega hafa þrír íslenskir fótboltamenn stigið fram og viðurkennt glímu við þunglyndi.

„Ef maður lítur á tíðni þessara vandamála almennt í samfélaginu þá er þetta frekar algengur vandi. Miðað við það þá er mjög líklegt að þetta sé til staðar innan íþrótta og víðar svo þetta kemur mér ekkert á óvart," segir Haukur.

„Þetta hefur verið alltof falið og frábært hjá þessum strákum að stíga fram. Það er rosalega mikilvægt með þennan vanda að þetta sé ekki eitthvað sem fólk þori ekki að tala um. Þessir strákar geta eflaust hjálpað mjög mörgum. Í mínum huga er þetta ekki eitthvað sem menn eiga að skammast sín fyrir."

„Að vita að aðrir séu að upplifa það sama og þú auðveldar ferlið að stíga fram. Aðalatriðið er að leita sér hjálpar og finna lausnir til að stíga út úr þessum vanda."

„Hjá afreksíþróttafólki ertu alltaf í ákveðnum samanburði og ert alltaf að keppast að því að vera bestur. Í raun og veru er þetta lýsandi fyrir því að þarna ertu að sýna einhvern veikleika að viðurkenna fyrir sjálfum þér og öðrum að hugsanlega er einhver veikleiki."

Það er algengara en margir halda að íþróttamenn glími við þunglyndi eftir að ferlinum hefur lokið.

„Það er eitthvað sem menn eru farnir að skoða í meiri mæli. Það er lítið að finna af rannsóknum varðandi þetta málefni. Það að fara úr íþróttinni getur verið mjög erfitt og því fylgt ákveðin vanlíðan og jafnvel þunglyndi," segir Haukur.

„Ef við tökum sem dæmi þrítugan fótboltamann sem er að hætta en hefur verið að stunda fótbolta frá því að hann var kannski 5-6 ára. 25 ár af 30 ára ævi er mjög stór partur og sjálfsmynd hans mótast að stóru leyti af fótboltanum. Hann er fótboltamaður. Svo er því kippt burt og hann veit ekki alveg hvað hann stendur fyrir."

Viðtalið við Hauk má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner