Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. apríl 2021 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Phillips með Fernandes í vasanum
Kalvin Phillips, frábær miðjumaður.
Kalvin Phillips, frábær miðjumaður.
Mynd: Getty Images
Luke Shaw.
Luke Shaw.
Mynd: Getty Images
Kalvin Phillips átti stórkostlegan leik á miðjunni hjá Leeds gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Phillips stóð sig mjög vel gegn Bruno Fernandes og fær níu í einkunn hjá staðarmiðlinum Leeds Live.

„Framúrskarandi. Kom í veg fyrir mikla hættu, átti stórar tæklingar, forðaðist ekki átökin og átti nokkrar stórkostlegar sendingar líka. Frammistaða sem liðið þurfti frá honum," segir í umsögn um Phillips.

Það er mikið grínast með það á samfélagsmiðlum að hann hafi sett Fernandes í vasa sinn í dag. Phillips sagði í viðtal eftir leik að verkefni sitt hefði verið að stöðva Bruno.

„Ég gerði mitt besta til að halda honum hljóðlátum. Hann skoraði ekki og ég stóð mig því allt í lagi," sagði Phillips en Leeds voru varnarsinnaðari en venjulega í dag. „Við í Leeds viljum gera öllum erfitt fyrir, sérstaklega liðum eins og Man Utd."

Varnarmennirnir Luke Ayling og Pascal Struijk fengu líka níu fyrir frammistöðu sína gegn Man Utd.

Shaw bestur að mati Sky Sports
Í einkunnagjöf Sky Sports var Luke Shaw, vinstri bakvörður Man Utd hæstur.

Leeds: Meslier (7), Ayling (7), Llorente (6), Struijk (6), Alioski (6), Phillips (7), Helder Costa (6), Dallas (6), Roberts (6), Harrison (6), Bamford (5).

Varamenn: Koch (n/a), Poveda-Ocampo (n/a),Klich (6).

Man Utd: Henderson (6), Wan Bissaka (7), Lindelof (7), Maguire (6), Shaw (8), McTominay (6), Fred (6), Greenwood (7), Bruno Fernandes (7), James (6), Rashford (7).

Varamenn: Pogba (6), Cavani (n/a), van de Beek (n/a).

Maður leiksins: Luke Shaw.







Athugasemdir
banner
banner
banner