Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. maí 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Kompany í viðræðum við Burnley
Mynd: Getty Images
The Athletic segir að Vincent Kompany sé í viðræðum við Burnley um að taka við sem næsti stjóri liðsins.

Burnley vonast til að ráða stjóra í enda næstu viku en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í lokaumferðinni á sunnudag.

Kompany er 36 ára og er fyrrum fyrirliði Manchester City. Hann er stjóri Anderlecht í Belgíu.

Þrátt fyrir fall Burnley er inn í myndinni að hann taki við liðinu.

Kompany vann enska meistaratitilinn fjórum sinnum með Manchester City á ellefu árum sínum í enska boltanum.

Burnley er án stjóra síðan Sean Dyche var rekinn. Mike Jackson tók við til bráðabirgða en náði ekki að bjarga liðinu frá falli þrátt fyrir góð úrslit í fyrstu leikjunum undir hans stjórn.
Athugasemdir
banner
banner
banner