Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 25. maí 2022 13:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrir af hverju spilað er við San Marínó
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af hverju spilar íslenska landsliðið vináttuleik gegn San Marinó í komandi landsleikjaglugga?

Íslenska landsliðið er skyldugt til að spila fjóra leiki í glugganum vegna sjónvarpsréttarins sem hefur verið samið um. KSÍ þarf að skila ákveðnum fjölda leikja á ákveðnu tímabili og því þarf að nýta hvern einasta leikdag.

Valið stóð á milli San Marínó og Kasakstan. Vonast var eftir því að fá heimaleik en það tókst ekki að lokum var valið styttra ferðalag, að fara til San Marinó.

„Samkvæmt ákvörðun UEFA þurftum við að spila fjóra leiki. Innan Evrópu voru bara tveir andstæðingar tiltækir, það voru Kasakstan og San Marínó. Við reyndum að fá heimaleik en endanleg ákvörðun var að fara til San Marínó frekar en Kasakstan. Aðeins betra ferðalag," sagði Arnar.

Fjórði leikurinn féll út þegar Rússland var dæmt úr leik í Þjóðadeildinni en Ísland átti að mæta Rússlandi í þessum landsleikjaglugga.

Sjá einnig:
Ísland leikur gegn lélegasta landsliði heims í júní

Leikirnir fjórir
Ísrael - Ísland fimmtudaginn 2. júní á Sammy Ofer Stadium kl. 18:45
Ísland - Albanía mánudaginn 6. júní á Laugardalsvelli kl. 18:45
San Marínó - Ísland fimmtudaginn 9. júní á Stadio Olimpico di Serravalle kl. 18:45
Ísland - Ísrael mánudaginn 13. júní á Laugardalsvelli kl. 18:45
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner