Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   lau 25. maí 2024 13:05
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Höjlund á bekknum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester City og Manchester United mætast í úrslitaleik enska FA bikarsins annað árið í röð, en í fyrra hafði Man City betur þökk sé tvennu frá Ilkay Gündogan sem verður þó ekki með í dag eftir félagsskipti sín til Barcelona.

Byrjunarlið beggja liða hafa verið staðfest og er hægt að búast við mikilli skemmtun á Wembley.

Það er ekkert sem kemur á óvart í byrjunarliði Man City, þar sem Phil Foden leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni er á sínum stað ásamt Kevin De Bruyne, Erling Braut Haaland og Rodrigo.

Varamannabekkurinn hjá City er ógnarsterkur þar sem má finna leikmenn sem myndu labba inn í nánast öll önnur byrjunarlið í enska boltanum.

Bruno Fernandes byrjar sem fremsti sóknarmaður hjá Rauðu djöflunum og er danski framherjinn Rasmus Höjlund á bekknum. Sofyan Amrabat byrjar á miðjunni ásamt Kobbie Mainoo og Scott McTominay, sem halda Christian Eriksen og Mason Mount á varamannabekknum.

Man City: Ortega, Walker, Stones, Ake, Gvardiol, Rodrigo, Kovacic, De Bruyne, Bernardo, Foden, Haaland
Varamenn: Carson, Dias, Grealish, Doku, Alvarez, Akanji, Nunes, Bobb, Lewis

Man Utd: Onana, Wan-Bissaka, Varane, Martinez, Dalot, Amrabat, Mainoo, McTominay, Garnacho, Rashford, Fernandes
Varamenn: Bayindir, Evans, Kambwala, Lindelöf, Eriksen, Mount, Antony, Diallo, Höjlund
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner