Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   lau 25. maí 2024 20:34
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Jón Þór Hauksson var svekktur eftir leik.
Jón Þór Hauksson var svekktur eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það var náttúrulega ofboðslega erfiður fyrri hálfleikur á móti stífum vindi og það sem við ætluðum okkur að gera fyrir leikinn það kannsi fauk út um gluggan." voru fyrstu viðbrögð Jón Þórs Haukssonar þjálfara ÍA eftir 0-1 tap gegn Víkingi Reykjavík á Norðurálsvellinum í dag en Jón Þór var virkilega svekktur eftir leik.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

Sigurmark Víkings kom í byrjun síðari hálfleiks eftir vægast sagt umdeildan dóm þegar Daniel Dejan Djuric fór niður í teig ÍA eftir samskipti sín við Marko Vardic sem fékk að líta beint rautt spjald í kjölfarið.

„Þetta er bara alltof dýrt í svona leik eins og ég segi, það er nógu erfitt að spila á móti Víkingunum 11 á móti 11 en 10 á móti 11 er alltaf erfitt og þeir þurfa engar gjafir eins og þessa. Þetta er bara gefins vítaspyrna eins og ég sé þetta, það fer enginn svona niður við eitthvað peysutog. Hann bara hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn og það fellur enginn þannig þegar einhver togar í treyjuna þína eða ýtir eitthvað aðeins við öxlina þína og það segir sig bara sjálf og Erlendur er alltof reyndur til þess að falla í þessa gryfju eins og ég sé þetta."

„Við gerðum það sem við gátum til að koma okkur aftur inn í leikinn og koma boltanum upp og í hættusvæðin og við sköpuðum okkur alveg nógu mörg færi til þess að koma til baka í leiknum og ég er bara mjög ánægður með mína menn hvernig þeir spiluðu leikinn einum færri."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner