West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   þri 25. júní 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd
Powerade
Joshua Zirkzee.
Joshua Zirkzee.
Mynd: Getty Images
Joselu.
Joselu.
Mynd: Getty Images
Dortmund hefur áhuga á Archie Gray.
Dortmund hefur áhuga á Archie Gray.
Mynd: Getty Images
Manchester United er áberandi í slúðurpakka dagsins en BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Búist er við að Manchester United gangi að 40 milljóna evra (34 milljóna punda) riftunarákvæði Joshua Zirkzee (23) framherja Bologna. United hefur einnig rætt við Lille um franska varnarmanninn Leny Yoro (18). (Sky Sports)

United vonast til að fjármagna kaup á Zirkzee með því að selja enska framherjann Mason Greenwood (22). (I Sport)

Everton býst við að Manchester United geri annað tilboð í enska varnarmanninn Jarrad Branthwaite (21). (Liverpool Echo)

Everton er nálægt því að semja um kaup á senegalska framherjanum Iliman Ndiaye (24) frá Marseille. (Footmercato)

Manchester United vonast til að semja um nýjan samning við stjórann Erik ten Hag áður en æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna fer af stað í næsta mánuði. (ESPN)

Ruud van Nistelrooy (47), fyrrverandi framherji Manchester United, hefur átt vel heppnaðar viðræður um að snúa aftur til félagsins sem hluti af þjálfarateymi Ten Hag. (Talksport)

Spánverjinn Joselu (34) er nálægt því að yfirgefa Real Madrid eftir að hafa fengið tilboð frá Al Gharafa í Katar. (Athletic)

Chelsea hefur hafið viðræður við Barcelona um samning um spænska framherjann Marc Guiu (18). (ESPN)

Chelsea leiðir í kapphlaupi við Bayern München um Guiu. (Fabrizio Romano)

Spænski markvörðurinn Adrian (37) er að ganga frá skiptum til Real Betis í La Liga eftir að hafa hafnað tækifæri til að framlengja dvöl sína hjá Liverpool. (Football Insider)

Borussia Dortmund hefur áhuga á Archie Gray (18), enskum miðjumanni Leeds United. (Bild)

Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Pedro Neto (24) leikmanni Wolves, áður en það ákveður hvort það eigi að gera tilboð í portúgalska kantmanninn. (Football Transfers)

Tottenham hefur hafið viðræður við umboðsmenn Jonathan David (24), framherja Lille sem einnig er orðaður við Chelsea. (Football Insider)

Ganverjinn Mohammed Kudus (23) hefur verið orðaður við brottför frá West Ham en félaginu hefur enn ekki borist tilboð í sóknarmiðjumanninn. (Sky Germany)

Napoli mun íhuga tilboð upp á 100 milljónir evra (85 milljónir punda) í nígeríska framherjann Victor Osimhen (25). Romelu Lukaku (31), belgískur framherji Chelsea, er mögulegur varakostur. (Calciomercato)

Aston Villa hefur blandað sér í baráttu við Chelsea í kapphlaupinu um að fá Maximilian Beier (21) þýskan framherja Hoffenheim. (Sky Sport Þýskalandi)

Enska úrvalsdeildin hefur varað félög við því að selja leikmenn til og frá hvort öðru til að standast fjármálareglur gæti brotið reglur um heilbrigða viðskipahætti. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner