Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. júlí 2020 14:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Svava með fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum
Guðrún, Svava og Anna Rakel léku allar mínúturnar
Svava í landsleik í september í fyrra.
Svava í landsleik í september í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum var rétt í þessu að ljúka í sænsku kvenna-Allsvenskan. Í tveimur þeirra áttust við lið þar sem Íslendingar tóku þátt í leiknum.

Í viðureign Djurgården og Kristianstad voru þrír Íslendingar þátttakendur. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfaði lið gestanna í Kristianstad og Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn og skoraði annað mark liðsins. Svava var með þessu marki að skora sitt fjórða mark í fjórum leikjum. Í liði Djurgården var Guðrún Arnardóttir í byrjunarliðinu fjórða leikinn í röð. Guðrún lék allan leikinn og enduðu leikar með 3-3 jafntefli.

Anna Rakel Pétursdóttir var á sínum stað í byrunarliði Uppsala og lék, skv. upplýsingum Flashscore vinstra megin í þriggja miðvarða kerfi. Rakel lék allan leikinn þegar Uppsala tapaði, 0-2, á heimavelli gegn Gautaborg sem skellti sér í toppsæti deildarinnar.

Kristianstad er í 6. sæti deildarinnar með átta stig eftir sex umferðir, Uoosala er með sjö stig í 8. sæti og Djurgården er í 9. sæti með fimm stig. Í þriðja leiknum sigraði Eskilstuna botnlið Vittsjö, 3-1, á heimavelli.

Djurgården 3 - 3 Kristianstad

Uppsala 0 - 2 Gautaborg

Sjá einnig:
Ingibjörg skoraði - Risasigur hjá Rosengård
Athugasemdir
banner
banner
banner