Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 25. júlí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea býður 20 milljónir fyrir Jörgensen
Mynd: EPA
Chelsea er búið að ná samkomulagi við dansk-sænska markvörðinn Filip Jörgensen um samningsmál og á einungis eftir að semja við Villarreal um kaupverð.

Jörgensen er 22 ára gamall og var aðalmarkvörður Villarreal á síðustu leiktíð en hjá Chelsea má hann búast við samkeppni frá Djordje Petrovic og Robert Sánchez um byrjunarliðsstöðuna.

Jörgensen fékk 64 mörk á sig í 37 leikjum á síðustu leiktíð og er metinn á um 20 milljónir evra. Franska félagið Olympique de Marselile hefur einnig áhuga á Jörgensen og hefur verið að reyna að klófesta hann að undanförnu til að fylla í skarðið fyrir Pau López sem er á leið til Como í ítalska boltanum.

Jörgensen virðist spenntur fyrir að ganga til liðs við Chelsea en í gær byrjaði hann að fylgja félaginu á Instagram.

Chelsea er búið að bjóða 20 milljónir evra til að kaupa Jörgensen.
Athugasemdir
banner