Bandaríska félagið Atlanta United FC hefur ákveðið að kaupa rússneska sóknartengiliðinn Aleksei Miranchuk úr röðum nafna sinna frá Ítalíu, Atalanta BC.
Atlanta borgar 15 milljónir evra fyrir Miranchuk, sem er 28 ára gamall og með tvö ár eftir af samningi.
Miranchuk hefur verið fastamaður í landsliði Rússa síðustu ár og á hann 7 mörk í 45 leikjum fyrir þjóð sína.
Hann var ekki með sæti í byrjunarliðinu hjá Atalanta en var þó mikið notaður sem varaskeifa af Gian Piero Gasperini.
Miranchuk skoraði í heildina 13 mörk og gaf 19 stoðsendingar í 98 leikjum með Atalanta.
Athugasemdir