Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   þri 25. ágúst 2020 14:22
Magnús Már Einarsson
Viðar Kjartans með tilboð í höndunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Viðar Örn Kjartansson mun væntanlega semja við nýtt félag á næstu dögum en hann losnaði undan samningi hjá Yeni Malatyaspor í Tyrklandi á dögunum.

„Hann er að skoða tilboð frá 2-3 liðum og þetta gæti skýrst í dag," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Viðars, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Að sögn Ólafs eru tilboðin bæði á Norðurlöndunum og víðar.

Hinn þrítugi Viðar hefur meðal annars verið orðaður við sitt gamla félag Valerenga í Noregi en hann varð markakóngur í norsku úrvalsdeildinni þar árið 2014.

Þá hefur einnig heyrst af áhuga frá félögum í Svíþjóð og Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner