Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 25. ágúst 2024 23:08
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Elín Björg með fjögur er Haukar völtuðu yfir Einherja
Elín Björg er komin með 23 deildarmörk fyrir Hauka
Elín Björg er komin með 23 deildarmörk fyrir Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Haukar völtuðu yfir Einherja, 7-0, í A-úrslitum 2. deildar kvenna í dag.

Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir fór mikinn í sóknarlínu Hauka með fjögur mörk.

Hún, Glódís María Gunnarsdóttir og Anna Rut Ingadóttir skoruðu mörk Hauka í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari gerði Elín Björg þrjú og Maria Abad Sangra eitt.

Elín Björg er komin með 23 mörk í deildinni í sumar og er langmarkahæst, átta mörkum á undan Kristu Eik Harðardóttur sem er með 15 mörk fyrir Völsung.

Haukar eru á toppnum í A-úrslitum með 38 stig, tveimur meira en KR þegar fimm leikir eru eftir.

Sindri lagði þá Augnablik að velli, 3-1, í B-úrslitum. Íris Ösp Gunnarsdóttir skoraði tvö fyrir Sindra sem er í botnsæti B-riðils með 14 stig. Augnablik er í næst neðsta sæti riðilsins með 16 stig.

A-úrslit:

Haukar 7 - 0 Einherji
1-0 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('13 )
2-0 Glódís María Gunnarsdóttir ('21 )
3-0 Anna Rut Ingadóttir ('34 )
4-0 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('62 )
5-0 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('64 )
6-0 Maria Abad Sangra ('66 )
7-0 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('90 )

B-úrslit:

Sindri 3 - 1 Augnablik
0-1 Elísabet Bogey Gapunay ('20 )
1-1 Íris Ösp Gunnarsdóttir ('21 )
2-1 Íris Ösp Gunnarsdóttir ('54 )
3-1 Katie Teresa Cox ('86 )
2. deild kvenna - A úrslit
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 17 14 2 1 73 - 23 +50 44
2.    KR 18 13 3 2 62 - 19 +43 42
3.    Völsungur 17 12 2 3 53 - 13 +40 38
4.    ÍH 18 8 2 8 59 - 39 +20 26
5.    Einherji 18 7 3 8 33 - 34 -1 24
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner