Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. ágúst 2024 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Fyrsti sigur Conte - Roma tapaði á heimavelli
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Antonio Conte og lærisveinar hans í Napoli unnu sinn fyrsta leik í Seríu A á þessari leiktíð er liðið sigraði Bologna, 3-0, á Diego Armando Maradona-leikvanginum í dag.

Bakvörðurinn Giovanni Di Lorenzo kom Napoli í forystu undir lok fyrri hálfleiks.

Á síðustu fimmtán mínútum leiksins bættu Khvicha Kvaratskhelia og Giovanni Simeone við tveimur mörkum til að gulltryggja sigurinn. Fyrsti sigur Antonio Conte með Napoli, en hann tók við liðinu í sumar.

Fiorentina og Venezia gerðu markalaust jafntefli. Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia og einn af bestu mönnum liðsins, en Bjarki Steinn Bjarkason var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Sömu sögu er að segja af Alberti Guðmundssyni en hann er að glíma við smávægileg meiðsli. Hann gekk í raðir Fiorentina frá Genoa á dögunum.

Roma tapaði óvænt fyrir Empoli, 2-1, á heimavelli sínum. Rómverjar lentu tveimur mörkum undir áður en Eldor Shomurodov minnkaði muninn tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Torino vann þá Atalanta, 2-1, í Tórínó. Mario Pasalic, leikmaður Atalanta, fékk tækifæri til að jafna leikinn í uppbótartímna, en klikkaði á vítapunktinum.

Úrslit og markaskorarar:

Fiorentina 0 - 0 Venezia

Napoli 3 - 0 Bologna
1-0 Giovanni Di Lorenzo ('45 )
2-0 Khvicha Kvaratskhelia ('75 )
3-0 Giovanni Simeone ('90 )

Roma 1 - 2 Empoli
0-1 Emmanuel Gyasi ('45 )
0-2 Lorenzo Colombo ('61 , víti)
1-2 Eldor Shomurodov ('80 )

Torino 2 - 1 Atalanta
0-1 Mateo Retegui ('26 )
1-1 Ivan Ilic ('31 )
2-1 Che Adams ('49 )
2-1 Mario Pasalic ('90 , Misnotað víti)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 20 15 2 3 32 12 +20 47
2 Inter 18 13 4 1 46 15 +31 43
3 Atalanta 20 13 4 3 44 21 +23 43
4 Lazio 20 11 3 6 34 28 +6 36
5 Juventus 20 7 13 0 32 17 +15 34
6 Fiorentina 19 9 5 5 32 20 +12 32
7 Milan 19 8 7 4 29 19 +10 31
8 Bologna 18 7 8 3 27 23 +4 29
9 Udinese 20 7 5 8 23 28 -5 26
10 Roma 20 6 6 8 28 26 +2 24
11 Genoa 20 5 8 7 17 27 -10 23
12 Torino 20 5 7 8 20 25 -5 22
13 Empoli 20 4 8 8 19 25 -6 20
14 Lecce 20 5 5 10 14 32 -18 20
15 Parma 20 4 7 9 25 35 -10 19
16 Como 20 4 7 9 22 33 -11 19
17 Verona 20 6 1 13 24 44 -20 19
18 Cagliari 20 4 6 10 19 33 -14 18
19 Venezia 20 3 5 12 18 33 -15 14
20 Monza 20 2 7 11 19 28 -9 13
Athugasemdir
banner
banner