Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. ágúst 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lunin verður áfram hjá Real Madrid
Mynd: EPA
Úkraínski markvörðurinn Andriy Lunin verður áfram hjá Real Madrid út þessa leiktíð í það minnsta en þetta segir Athletic.

Lunin er 25 ára gamall og hefur gegnt hlutverki sem varamarkvörður fyrir Thibaut Courtois.

Courtois var frá vegna meiðsla stærstan hluta síðasta tímabils og fékk Real Madrid þá Kepa Arrizabalaga á láni frá Chelsea. Lunin var álitinn sem þriðji markvörður liðsins, en honum tókst að slá Kepa úr liðinu.

Úkraínumaðurinn var frábær fyrir Madrídinga í Meistaradeildinni og á stóran þátt í að liðið hafi unnið sinn fimmtánda titil, en eftir tímabilið gaf umboðsmaður hans sterklega til kynna að hann gæti yfirgefið félagið til að fá mínútur annars staðar.

Athletic segir nú að Lunin verði áfram hjá Real Madrid út þetta tímabil eða út samninginn.

Real Madrid hefur átt í viðræðum við Lunin um að framlengja samninginn til 2028, en það er nú í höndum félagsins, sem hefur tjáð markverðinum að það vilji halda honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner