Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 25. september 2018 11:58
Magnús Már Einarsson
Fanndís og Gunnhildur Yrsa til Ástralíu (Staðfest)
Fanndís fagnar marki með Val í lokaumferð Pepsi-deildarinnar um síðustu helgi.
Fanndís fagnar marki með Val í lokaumferð Pepsi-deildarinnar um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Íslensku landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hafa samið við Adelaide United í áströlsku úrvalsdeildinni. Fanndís staðfesti þetta við Fótbolta.net í dag.

Fanndís kemur til Adelaide á láni frá Val en Gunnhildur Yrsa kemur til félagsins frá Utah Royals í Bandaríkjunum þar sem hún hefur spilað við góðan orðstír á þessu tímabili.

Tímabilið í Ástralíu hefst 28. október næstkomandi og því lýkur í febrúar. Fanndís og Gunnhildur spila allt tímabilið í Ástralíu með Adelaide.

„Þetta er mjög spennandi og tækifæri sem býðst ekki alltaf," sagði Fanndís við Fótbolta.net í dag.

Gunnhildur Yrsa spilaði með Valerenga, Stabæk, Grand Bodö og Arna Björnar í Noregi áður en hún samdi við Utah síðastliðinn vetur.

Fanndís spilaði síðastliðinn vetur með franska liðinu Marseille áður en hún gekk til liðs við Val í sumar. Fanndís var áður á mála hjá Breiðabliki en hún hefur einnig leikið með Kolbotn og Arna Björnar á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner