Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
banner
   lau 25. september 2021 17:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Við höfum aldrei náð neinum meðbyr á neinum kafla
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK heimsóttu nágranna sína í Breiðablik þegar lokaumferð Pepsi Max deildar karla fór fram í dag.

HK var fyrir umferðina í 10.sæti deildarinnar og með þetta í sínum höndum fyrir lokaumferðina þegar kom að leiknum gegn Blikum. Breiðablik fór hinsvegar með sigur af hólmi og í Keflavík náðu Skagamenn að sigra Keflvíkinga og lyftu sér þar með uppfyrir HK og sendu HK niður í Lengjudeildina.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 HK

„Margt sem við hefðum getað gert betur. Mér fannst svona í fyrri hálfleik var þetta í svona vegferð sem maður bjóst við, Blikarnir voru meira með boltann og við þurftum að aðalega Arnar að taka á honum stóra sínum þarna einusinni tvisvar. Við áttum svona hálffæri og hálfmöguleika þess á milli en eftir að Blikarnir skora fyrsta markið að þá áttum við enga leið tilbaka." Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn í dag.

HK eru fallnir eftir leikinn í dag og aðspurður um að líta til baka hvort það væru einhver móment sem hann horfir í hafði Brynjar Björn þetta að segja:
„Já það er hægt að fara yfir það endalaust held ég. Ég held að svona heilt yfir þá held ég að við höfum aldrei náð neinum meðbyr á neinum kafla í mótinu."

Aðspurður um framtíð sína sagðist Brynjar Björn eiga 2 ár eftir af samning sínum við HK.
„Það eru 20 mínútur síðan leikurinn var búin og eina sem ég veit er að ég á enn 2 ár eftir að samning hjá HK og það er bara staðan."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner