Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   lau 25. september 2021 17:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Við höfum aldrei náð neinum meðbyr á neinum kafla
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK heimsóttu nágranna sína í Breiðablik þegar lokaumferð Pepsi Max deildar karla fór fram í dag.

HK var fyrir umferðina í 10.sæti deildarinnar og með þetta í sínum höndum fyrir lokaumferðina þegar kom að leiknum gegn Blikum. Breiðablik fór hinsvegar með sigur af hólmi og í Keflavík náðu Skagamenn að sigra Keflvíkinga og lyftu sér þar með uppfyrir HK og sendu HK niður í Lengjudeildina.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 HK

„Margt sem við hefðum getað gert betur. Mér fannst svona í fyrri hálfleik var þetta í svona vegferð sem maður bjóst við, Blikarnir voru meira með boltann og við þurftum að aðalega Arnar að taka á honum stóra sínum þarna einusinni tvisvar. Við áttum svona hálffæri og hálfmöguleika þess á milli en eftir að Blikarnir skora fyrsta markið að þá áttum við enga leið tilbaka." Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn í dag.

HK eru fallnir eftir leikinn í dag og aðspurður um að líta til baka hvort það væru einhver móment sem hann horfir í hafði Brynjar Björn þetta að segja:
„Já það er hægt að fara yfir það endalaust held ég. Ég held að svona heilt yfir þá held ég að við höfum aldrei náð neinum meðbyr á neinum kafla í mótinu."

Aðspurður um framtíð sína sagðist Brynjar Björn eiga 2 ár eftir af samning sínum við HK.
„Það eru 20 mínútur síðan leikurinn var búin og eina sem ég veit er að ég á enn 2 ár eftir að samning hjá HK og það er bara staðan."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner