Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   lau 25. september 2021 17:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Við höfum aldrei náð neinum meðbyr á neinum kafla
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK heimsóttu nágranna sína í Breiðablik þegar lokaumferð Pepsi Max deildar karla fór fram í dag.

HK var fyrir umferðina í 10.sæti deildarinnar og með þetta í sínum höndum fyrir lokaumferðina þegar kom að leiknum gegn Blikum. Breiðablik fór hinsvegar með sigur af hólmi og í Keflavík náðu Skagamenn að sigra Keflvíkinga og lyftu sér þar með uppfyrir HK og sendu HK niður í Lengjudeildina.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 HK

„Margt sem við hefðum getað gert betur. Mér fannst svona í fyrri hálfleik var þetta í svona vegferð sem maður bjóst við, Blikarnir voru meira með boltann og við þurftum að aðalega Arnar að taka á honum stóra sínum þarna einusinni tvisvar. Við áttum svona hálffæri og hálfmöguleika þess á milli en eftir að Blikarnir skora fyrsta markið að þá áttum við enga leið tilbaka." Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn í dag.

HK eru fallnir eftir leikinn í dag og aðspurður um að líta til baka hvort það væru einhver móment sem hann horfir í hafði Brynjar Björn þetta að segja:
„Já það er hægt að fara yfir það endalaust held ég. Ég held að svona heilt yfir þá held ég að við höfum aldrei náð neinum meðbyr á neinum kafla í mótinu."

Aðspurður um framtíð sína sagðist Brynjar Björn eiga 2 ár eftir af samning sínum við HK.
„Það eru 20 mínútur síðan leikurinn var búin og eina sem ég veit er að ég á enn 2 ár eftir að samning hjá HK og það er bara staðan."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner