Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   lau 25. september 2021 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Erfitt að gíra lið upp sem er búið að ná markmiðum sínum
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var svekktur með 2-0 tapið gegn Víkingum í lokaumferðinni en er þó í skýjunum með heildarárangurinn í sumar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Það var mikið undir á Víkingsvellinum í dag. Víkingur var á toppnum og ætlaði sér að klára titilinn á meðan Leikni hafði ekki unnið útileik á tímabilinu og var þegar með öruggt sæti í deildinni.

Víkingar ætluðu sér að vinna leikinn og gekk það eftir. Sigurður var svekktur með frammistöðuna.

„Mér fannst Víkingur vinna þetta mjög sanngjarnt. Þeir voru miklu betri í fyrri hálfleik og ef einhvern tímann setningin að þetta gekk ekki upp þá var það í dag. Alltof mikið af tæknifeilum. Shape-ið var ágætt en tæknifeilar gerðu okkur svakalega erfitt fyrir," sagði Sigurður við Fótbolta.net.

„Já, líklega, sem er ofboðslega svekkjandi. Við ætlum svo sannarlega að gera eitthvað í þessum leik."

Leiknismenn hafa verið vel spilandi í sumar og björguðu sér nokkuð örugglega frá falli fyrir þónokkru síðan en hann segir það hafa verið erfitt að gíra menn upp sem höfðu þegar náð markmiðinu.

„Þetta er búið að vera frábært. Ótrúlega margir sem eru að spila í fyrsta skipti í efstu deild og ég að þjálfa í fyrsta skipti í efstu deild. Við í rauninni búnir að bjarga okkur fyrir sex eða sjö umferðum og eftir það áttum við 2-3 fínar frammistöður en erfitt að gíra lið upp sem er búið að ná markmiðum sínum."

„Við verðum að vera humble og átta okkur á því að við vorum að gera helvíti vel."

Víkingur endaði í 10. sæti á síðustu leiktíð og vann svo titilinn í dag en er þetta markmið sem Leiknir getur sett fyrir sig á næstu árum?

„Það er rosalega erfitt. Það vantar aðeins upp á að við getum farið að líta á okkur sem stærri klúbb. Það þarf meira fjármagn, meiri kraft og meiri stuðning úr stúkunni. Búa til svipaða stemningu og hérna," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner