Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
banner
   lau 25. september 2021 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Erfitt að gíra lið upp sem er búið að ná markmiðum sínum
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var svekktur með 2-0 tapið gegn Víkingum í lokaumferðinni en er þó í skýjunum með heildarárangurinn í sumar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Það var mikið undir á Víkingsvellinum í dag. Víkingur var á toppnum og ætlaði sér að klára titilinn á meðan Leikni hafði ekki unnið útileik á tímabilinu og var þegar með öruggt sæti í deildinni.

Víkingar ætluðu sér að vinna leikinn og gekk það eftir. Sigurður var svekktur með frammistöðuna.

„Mér fannst Víkingur vinna þetta mjög sanngjarnt. Þeir voru miklu betri í fyrri hálfleik og ef einhvern tímann setningin að þetta gekk ekki upp þá var það í dag. Alltof mikið af tæknifeilum. Shape-ið var ágætt en tæknifeilar gerðu okkur svakalega erfitt fyrir," sagði Sigurður við Fótbolta.net.

„Já, líklega, sem er ofboðslega svekkjandi. Við ætlum svo sannarlega að gera eitthvað í þessum leik."

Leiknismenn hafa verið vel spilandi í sumar og björguðu sér nokkuð örugglega frá falli fyrir þónokkru síðan en hann segir það hafa verið erfitt að gíra menn upp sem höfðu þegar náð markmiðinu.

„Þetta er búið að vera frábært. Ótrúlega margir sem eru að spila í fyrsta skipti í efstu deild og ég að þjálfa í fyrsta skipti í efstu deild. Við í rauninni búnir að bjarga okkur fyrir sex eða sjö umferðum og eftir það áttum við 2-3 fínar frammistöður en erfitt að gíra lið upp sem er búið að ná markmiðum sínum."

„Við verðum að vera humble og átta okkur á því að við vorum að gera helvíti vel."

Víkingur endaði í 10. sæti á síðustu leiktíð og vann svo titilinn í dag en er þetta markmið sem Leiknir getur sett fyrir sig á næstu árum?

„Það er rosalega erfitt. Það vantar aðeins upp á að við getum farið að líta á okkur sem stærri klúbb. Það þarf meira fjármagn, meiri kraft og meiri stuðning úr stúkunni. Búa til svipaða stemningu og hérna," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner