Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 25. september 2021 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Erfitt að gíra lið upp sem er búið að ná markmiðum sínum
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var svekktur með 2-0 tapið gegn Víkingum í lokaumferðinni en er þó í skýjunum með heildarárangurinn í sumar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Það var mikið undir á Víkingsvellinum í dag. Víkingur var á toppnum og ætlaði sér að klára titilinn á meðan Leikni hafði ekki unnið útileik á tímabilinu og var þegar með öruggt sæti í deildinni.

Víkingar ætluðu sér að vinna leikinn og gekk það eftir. Sigurður var svekktur með frammistöðuna.

„Mér fannst Víkingur vinna þetta mjög sanngjarnt. Þeir voru miklu betri í fyrri hálfleik og ef einhvern tímann setningin að þetta gekk ekki upp þá var það í dag. Alltof mikið af tæknifeilum. Shape-ið var ágætt en tæknifeilar gerðu okkur svakalega erfitt fyrir," sagði Sigurður við Fótbolta.net.

„Já, líklega, sem er ofboðslega svekkjandi. Við ætlum svo sannarlega að gera eitthvað í þessum leik."

Leiknismenn hafa verið vel spilandi í sumar og björguðu sér nokkuð örugglega frá falli fyrir þónokkru síðan en hann segir það hafa verið erfitt að gíra menn upp sem höfðu þegar náð markmiðinu.

„Þetta er búið að vera frábært. Ótrúlega margir sem eru að spila í fyrsta skipti í efstu deild og ég að þjálfa í fyrsta skipti í efstu deild. Við í rauninni búnir að bjarga okkur fyrir sex eða sjö umferðum og eftir það áttum við 2-3 fínar frammistöður en erfitt að gíra lið upp sem er búið að ná markmiðum sínum."

„Við verðum að vera humble og átta okkur á því að við vorum að gera helvíti vel."

Víkingur endaði í 10. sæti á síðustu leiktíð og vann svo titilinn í dag en er þetta markmið sem Leiknir getur sett fyrir sig á næstu árum?

„Það er rosalega erfitt. Það vantar aðeins upp á að við getum farið að líta á okkur sem stærri klúbb. Það þarf meira fjármagn, meiri kraft og meiri stuðning úr stúkunni. Búa til svipaða stemningu og hérna," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner