Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 25. september 2023 07:38
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Dr. Football 
Sakar Sindra um að hafa reynt að fótbrjóta Leif - „Hvernig geta þrír gæjar verið svona ógeðslega lélegir?“
Sindri Snær Magnússon.
Sindri Snær Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík vann sinn fyrsta leik síðan í 1. umferð Bestu deildarinnar þegar liðið lagði HK á heimavelli í gær. Öll mörkin í leiknum komu í fyrri hálfleik.

Leikmaður Keflavíkur hefði klárlega átt að fá rautt spjald í leiknum en slapp með gult frá Arnari Þór Stefánssyni dómara.

„Það gerist ótrúlegt atvik í þessum leik. Á 59. mínútu reynir Sindri Snær Magnússon að fótbrjóta Leif Andra. Niðri í bæ væri þetta örugglega kært til lögreglu og allur pakkinn," segir Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþætti sínum, Dr. Football.

Hann segir með hreinum ólíkindum að Arnar, annar af aðstoðardómurunum og fjórði dómarinn hafi komist að þessari niðurstöðu. Sjálfur var Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, augljóslega hneykslaður á að Sindri fékk ekki brottvísun.

„Ég skil ekki hvernig er hægt að komast að þessari niðurstöðu. Ég skil ekki hvernig þrír gæjar geta verið svona ógeðslega lélegir. Hversu lélegir er hægt að vera? Ég hugsaði hvort það væri löpp eftir á manninum."

Leifur Andri gat haldið leik áfram eftir tæklinguna og Hjörvar talar um „misheppnaða tilraun til fótbrots“. Hann gagnrýnir einnig hugarfar sinna manna í HK og að þeir hafi ekki látið meira í sér heyra á vellinum þegar fyrirliði þeirra fékk takkana frá Sindra í sig.

„Það er eins og þeir vilji fara niður," segir Hjörvar en HK er fimm stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir.


Athugasemdir
banner
banner