Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
   fim 25. september 2025 22:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Rashford með sína þriðju stoðsendingu
Mynd: EPA
Barcelona lagði nýliða Real Oviedo eftir að hafa lent undir eftir slæm mistök hjá Joan Garcia, markverði liðsins.

Hann fór langt út úr markinu og sendi boltann þvert inn á völlinn. Boltinn barst beint til Alberto Reina sem skoraði af löngu færi á opið markið.

Eric Garcia jafnaði metin fyrir Barcelona snemma í seinni hálfleik þegar hann skoraði af miklu harðfylgi.

Robert Lewandowski kom Barcelona síðan yfir þegar hann skoraði með skalla en boltinn fór í slána og inn. Ronald Araujo innsiglaði sigur Barcelona þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Marcus Rashford.

Rashford hefur verið frábær að undanförnu en hann hefur lagt upp þrjú mörk og skorað tvö í síðustu fjórum leikjum.

Oviedo 1 - 3 Barcelona
1-0 Alberto Reina ('33 )
1-1 Eric Garcia ('56 )
1-2 Robert Lewandowski ('70 )
1-3 Ronald Araujo ('88 )

Osasuna 1 - 1 Elche
1-0 Victor Munoz ('10 )
1-1 Adria Pedrosa ('90 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 6 6 0 0 14 3 +11 18
2 Barcelona 6 5 1 0 19 4 +15 16
3 Villarreal 6 4 1 1 12 5 +7 13
4 Espanyol 6 3 2 1 10 9 +1 11
5 Elche 6 2 4 0 8 5 +3 10
6 Athletic 6 3 1 2 7 7 0 10
7 Getafe 6 3 1 2 7 8 -1 10
8 Atletico Madrid 6 2 3 1 9 7 +2 9
9 Betis 6 2 3 1 9 7 +2 9
10 Alaves 6 2 2 2 6 6 0 8
11 Valencia 6 2 2 2 8 10 -2 8
12 Sevilla 6 2 1 3 10 10 0 7
13 Osasuna 6 2 1 3 5 5 0 7
14 Celta 6 0 5 1 5 7 -2 5
15 Vallecano 6 1 2 3 7 9 -2 5
16 Real Sociedad 6 1 2 3 6 9 -3 5
17 Levante 6 1 1 4 10 13 -3 4
18 Oviedo 6 1 0 5 2 11 -9 3
19 Mallorca 6 0 2 4 5 11 -6 2
20 Girona 6 0 2 4 3 16 -13 2
Athugasemdir