Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Boateng á leið í starfsþjálfun hjá Bayern þrátt fyrir mótmæli
Mynd: EPA
Þjóðverinn Jérome Boateng er búinn að leggja fótboltaskóna á hilluna en ætlar að halda áfram að starfa innan fótboltageirans.

Boateng lék síðast með LASK Linz í Austurríki en var stærsta hluta ferilsins hjá FC Bayern, þar sem hann lék 364 leiki á 10 árum.

„Ég mun snúa aftur til Bayern á næstunni þar sem ég fæ að læra af Vincent Kompany. Ég er búinn að ræða við hann um málið," sagði Boateng.

„Ég hef fengið leyfi til að fara í starfsþjálfun hjá Bayern og ég hlakka virkilega mikið til að byrja. Við þurfum bara að finna rétta tímasetningu."

Ekki allir í München eru sérlega hressir með endurkomu Boateng til félagsins og hafa mótmælt henni harðlega, enda hefur þessi fyrrum miðvörður þýska landsliðsins nokkrum sinnum verið ásakaður um og kærður fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi kærustum sínum. Ein þeirra framdi sjálfsvíg 2021.
Athugasemdir
banner