Sænska fótboltasambandið hefur tilkynnt að búið sé að reka Jon Dahl Tomasson úr starfi landsliðsþjálfara.
„Fótbolti er úrslitabransi,“ segir Kim Kallström, yfirmaður fótboltamála hjá sænska sambandinu.
„Fótbolti er úrslitabransi,“ segir Kim Kallström, yfirmaður fótboltamála hjá sænska sambandinu.
Þriðja tap Svía í röð, og annað gegn Kósovó, reyndist síðasti naglinn í kistuna hjá Tomasson. Liðið fór í gegnum leikina þrjá án þess að skora mark.
Í tilkynningu sænska sambandsins segir að það telji að með því að skipta um mann í brúnni telji það meiri möguleika á að hægt verði að snúa genginu við.
Svíar eru aðeins með eitt stig eftir fjórar umferðir í undankeppni HM og er það þeim mikið áfall. Tomasson tók við leikmannahópi sem er ákveðin gullkynslóð hjá Svíum og inniheldur leikmenn hjá öflugum félögum.
Athugasemdir