Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   þri 14. október 2025 14:12
Elvar Geir Magnússon
Búið að reka Tomasson (Staðfest) - „Fótbolti er úrslitabransi“
Mynd: EPA
Sænska fótboltasambandið hefur tilkynnt að búið sé að reka Jon Dahl Tomasson úr starfi landsliðsþjálfara.

„Fótbolti er úrslitabransi,“ segir Kim Kallström, yfirmaður fótboltamála hjá sænska sambandinu.

Þriðja tap Svía í röð, og annað gegn Kósovó, reyndist síðasti naglinn í kistuna hjá Tomasson. Liðið fór í gegnum leikina þrjá án þess að skora mark.

Í tilkynningu sænska sambandsins segir að það telji að með því að skipta um mann í brúnni telji það meiri möguleika á að hægt verði að snúa genginu við.

Svíar eru aðeins með eitt stig eftir fjórar umferðir í undankeppni HM og er það þeim mikið áfall. Tomasson tók við leikmannahópi sem er ákveðin gullkynslóð hjá Svíum og inniheldur leikmenn hjá öflugum félögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner