Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 20:11
Ívan Guðjón Baldursson
EM U21: Finnar hársbreidd frá sigri á Spáni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það var nóg um að vera í undankeppni fyrir EM U21 landsliða í dag þar sem Spánn tók meðal annars á móti Finnlandi.

Finnar tóku óvænt forystuna í síðari hálfleik og héldu henni allt þar til á 90.mínútu, þegar Eliezer Mayenda leikmaður Sunderland jafnaði metin.

Gonzalo García framherji Real Madrid gerði svo sigurmark á 93. mínútu til að tryggja 2-1 endurkomusigur Spánverja. Spánn er því áfram með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en Finnar eiga sex stig eftir stórsigra gegn San Marínó og Kýpur í fyrstu umferðunum.

Francesco Camarda, 17 ára liðsfélagi Þóris Jóhanns Helgasonar hjá Lecce, gerði þá tvennu í stórsigri Ítalíu gegn Armeníu, en öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Davide Bartesaghi hjá AC Milan og Luca Koleosho, leikmaður Burnley á láni hjá Espanyol, áttu stoðsendingar og klúðraði Cher Ndour, leikmaður Fiorentina, vítaspyrnu.

Hinn bráðefnilegi Rodrigo Mora var meðal markaskorara í ellefu marka sigri Portúgal gegn Gíbraltar og þá skoraði Tomasz Pienko þrennu í sex marka sigri Póllands í Svíþjóð. Svíar eiga aðeins þrjú stig eftir fjórar umferðir.

Þýskaland lenti undir í fyrri hálfleik í Norður-Írlandi en sneri stöðunni við í seinni hálfleik með mörkum frá Assan Ouedraogo og Dzenan Pejcinovic, leikmönnum RB Leipzig og Wolfsburg. Þjóðverjar töpuðu gegn Grikkjum í síðustu umferð og eru því með sex stig eftir þrjá leiki.

Belgía vann 2-0 gegn Danmörku og Sviss lagði Færeyjar að velli á meðan Gabriele Biancheri, leikmaður í unglingaliði Manchester United, skoraði í sigri Wales gegn Austurríki.

Lettland 0 - 1 Grikkland

Aserbaídsjan 3 - 3 Skotland

Ísland 2 - 1 Lúxemborg

Austurríki 0 - 2 Wales

Búlgaría 2 - 1 Tékkland

Króatía 1 - 0 Úkraína

Ungverjaland 1 - 1 Tyrkland

Kósovó 7 - 0 San Marínó

Svartfjallaland 3 - 2 N-Makedónía

Rúmenía 2 - 0 Kýpur

Slóvakía 2 - 0 Moldóva

Slóvenía 0 - 2 Bosnía

Svíþjóð 0 - 6 Pólland

Ítalía 5 - 1 Armenía

N-Írland 1 - 2 Þýskaland

Spánn 2 - 1 Finnland

Færeyjar 1 - 3 Sviss

Gíbraltar 0 - 11 Portúgal

Malta 0 - 5 Georgía

Belgía 2 - 0 Danmörk

Athugasemdir