Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmaður og stjóri Manchester United, hefur í vikunni verið orðaður við tvö þjálfarastörf. Solskjær er án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Besiktas í ágúst.
Skoska Sun orðar hann við Rangers sem er í stjóraleit eftir að Russell Martin. Steven Gerrard var mikið orðaður við starfið en hann mun ekki taka við starfinu.
Skoska Sun orðar hann við Rangers sem er í stjóraleit eftir að Russell Martin. Steven Gerrard var mikið orðaður við starfið en hann mun ekki taka við starfinu.
Daninn Bo Svensson er einnig orðaður við Rangers ásamt þeim Kevin Muscat sem er stjóri Shanghai Port og Danny Rohl sem er fyrrum stjóri Sheffield Wednesday. Grétar Rafn Steinsson er tæknilegur ráðgjafði 49ers Enterprises og kemur að þjálfaraleit Rangers.
Solskjær er svo eitt af mörgum nöfnum sem hafa verið nefnd í tengslum við sænska landsliðsþjálfarastarfið eftir að Jon Dahl Tomasson var rekinn í gær.
FootbollDirekt sagði frá því að í gær að sænska sambandið hefði sett sig í samband við Solskjær. Graham Potter hefur einnig verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið.
Athugasemdir