Katar og Sádi-Arabía tryggðu sér í kvöld þátttökurétt á lokamóti HM sem fer fram í Norður-Ameríku næsta sumar.
Katar lagði Sameinuðu arabísku furstadæmin að velli í úrslitaleik um sæti á lokamótinu á meðan Sádarnir gerðu markalaust jafntefli við Írak.
Sádi-Arabía og Írak eru jöfn á stigum og markatölu en Sádar fara á HM vegna þess að þeim tókst að skora fleiri mörk.
Þá eru í heildina 28 þjóðir af 48 búnar að tryggja sér miða á lokamótið.
N-Ameríka:
Bandaríkin
Mexíkó
Kanada
Asía:
Sádi-Arabía
Japan
Íran
Suður-Kórea
Jórdanía
Ástralía
Katar
Úsbekistan
Afríka:
Senegal
Fílabeinsströndin
Suður-Afríka
Marokkó
Egyptaland
Gana
Alsír
Túnis
Grænhöfðaeyjar
Suður-Ameríka:
Brasilía
Argentína
Kólumbía
Ekvador
Paragvæ
Úrúgvæ
Eyjaálfa:
Nýja-Sjáland
Evrópa:
England
Athugasemdir