Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 13:52
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið U21: Jói Bjarna og Hilmir koma inn
Haukur Andri Haraldsson.
Haukur Andri Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landslið Íslands mætir Lúxemborg á Þróttarvelli klukkan 15. Íslenska liðið er með tvö stig í undankeppni EM eftir þrjá leiki i riðlinum og ætla okkar strákar sér ekkert annað en sigur í leiknum.

Ólafur Ingi Skúlason gerir tvær breytingar frá markalausu jafntefli gegn Sviss á fösudag. Jóhannes Kristinn Bjarnason og Hilmir Rafn Mikaelsson koma inn í byrjunarliðið. Róbert Frosti Þorkelsson og Helgi Fróði Ingason setjast á bekkinn.

Lestu um leikinn: Ísland U21 2 -  1 Lúxemborg U21

23 eru í íslenska hópnum en aðeins 20 fá að vera á skýrslu. Þrír leikmenn þurfa því að bíta í það súra epli að vera utan hóps. Það eru
Arnar Daði Jóhannesson markvörður úr Aftureldingu og þeir Júlíus Mar Júlíusson og Amin Cosic úr KR.

Byrjunarlið Ísland U21:
1. Lúkas Petersson (m)
4. Logi Hrafn Róbertsson
5. Hlynur Freyr Karlsson
6. Baldur Kári Helgason
9. Benoný Breki Andrésson
10. Eggert Aron Guðmundsson
11. Hilmir Rafn Mikaelsson
16. Haukur Andri Haraldsson
17. Jóhannes Kristinn Bjarnason
21. Tómas Orri Róbertsson
23. Nóel Atli Arnórsson

Byrjunarlið Lúxemborg U21:
12. Joao Margato (m)
2. Yohann Torres
3. Fabio Lohei
4. Sofiane Ikene
6. Ivan Englaro
9. Jayson Videira
14. Hugo Afonso
16. Clayton Irigoyen
18. Miguel Goncalves
19. Rayan Berberi
20. Diego Duarte
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Færeyjar 4 3 0 1 5 - 8 -3 9
2.    Frakkland 2 2 0 0 12 - 1 +11 6
3.    Sviss 2 1 1 0 2 - 0 +2 4
4.    Ísland 3 0 2 1 2 - 3 -1 2
5.    Eistland 5 0 2 3 5 - 13 -8 2
6.    Lúxemborg 2 0 1 1 2 - 3 -1 1
Athugasemdir
banner