Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 15. október 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford vill ná meiri stöðugleika: Var í röngu umhverfi
Mynd: Barcelona
Enski kantmaðurinn Marcus Rashford hefur farið mjög vel af stað hjá Barcelona í spænska boltanum og vill stórveldið kaupa hann úr röðum Manchester United.

Rashford er í enska landsliðshópnum sem vann gegn Wales og Lettlandi í landsleikjahlénu. Hann svaraði spurningum frá ITV.

„Til þess að ná fram stöðugleika þarf maður að hafa stöðugar breytur í lífinu, til dæmis á æfingum. Mér líður eins og ég hafi verið í óstöðugu umhverfi í mjög, mjög langan tíma. Það hefur gert mér erfitt fyrir að halda einhverjum stöðugleika í minni frammistöðu á vellinum," sagði Rashford.

„Það sem mig vantar til að fullkomna leik minn er meiri stöðugleiki. Það er eitthvað sem mig hefur alltaf vantað.

„Eina leiðin fyrir mig er að horfa fram veginn. Þetta er eitthvað sem ég verð að laga hjá mér og bæta mig í, ég vil vera oftar upp á mitt besta í leikjum. Ég er staðráðinn í því að ná góðum stöðugleika í lífinu, á æfingum og á vellinum."


Rashford, sem verður 28 ára um mánaðamótin, hefur komið að 8 mörkum í 10 fyrstu leikjunum sínum með Barcelona. Hann leikur fyrir Spánarmeistaranna á lánssamningi frá Man Utd.

Rashford var spurður hvort honum finnist eins og félagaskiptin til Barcelona hafi hjálpað sér að ná í sæti í enska landsliðshópnum fyrir HM.

„Jú, klárlega. Ef ég væri ennþá hjá Manchester United þá væri ég ekki að spila! Ég hefði misst af HM."

   13.10.2025 08:30
Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski

Athugasemdir