Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 15. október 2025 11:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lukaku beittur fjárkúgun þegar hann reyndi að fá lík föður síns
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku segir í færslu á Instagram að hann og bróðir hans hafi verið fjárkúgaðir af óprúttnum aðilum sem hafi neitað að afhenda þeim lík föður þeirra fyrir jarðarför í Belgíu.

Roger Lukaku lést 28. september 58 ára að aldri. Hann var fótboltamaður eins og synir hans, lék lengi í Belgíu.

Romelu segir að útför föður hans hefði átt að fara fram á föstudaginn en hún muni, sökum ákvarðana sem hafi verið teknar í Kinshasa, höfuðborg Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, fara fram þar í landi. Romelu er ekki sáttur við þetta.

„Við bræður reyndum allt til að koma lík hans aftur til Evrópu, en við upplifðum að fólk væri að reyna að fjárkúga okkur."

„Ef faðir okkar væri hér í dag myndi hann aldrei samþykkja þetta. Það brýtur hjörtu okkar að geta ekki lagt hann til hinstu hvílu, en sumir vildu einfaldlega ekki leyfa það. Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki. Guð blessi sál þína."

Athugasemdir