
Það er aðeins eitt íslenskt fótboltalið sem mætir til leiks í dag og er það Breiðablik sem heimsækir Spartak Subotica til Serbíu.
Liðin eigast við í seinni leiknum í 32-liða úrslitum Evrópubikarsins eftir 4-0 sigur Blika í Kópavogi.
Sigurvegari viðureignarinnar fer áfram í 16-liða úrslitin og eru átta aðrir leikir á dagskrá í dag og í kvöld, þar sem lið á borð við Inter, Eintracht Frankfurt og Sporting CP eru í góðri stöðu til að komast áfram í næstu umferð.
Nokkur Íslendingalið mæta til leiks þar sem Rosengård tekur á móti Sporting eftir 3-0 tap í Portúgal, HB Köge heimsækir Glasgow City eftir 2-1 sigur í Danmörku og Braga mætir Anderlecht í Íslendingaslag eftir jafntefli í Belgíu.
Inter spilar þar að auki við Vllaznia frá Albaníu eftir 7-0 stórsigur á heimavelli og FC Nordsjælland er að lokum einu marki undir gegn Gintra fyrir heimaleikinn í dag.
Leikir dagsins:
15:00 Spartak Subotica - Breiðablik (0-4)
16:00 Fortuna Hjörring - Vorskla Poltava (1-1)
16:00 Nordsjælland - Gintra (0-1)
16:00 Vllaznia - Inter (0-7)
17:00 Rosengard - Sporting (0-3)
17:00 Slovacko - Eintracht Frankfurt (0-4)
17:45 Austria Vín - Slavía Prag (1-2)
18:35 Glasgow City - HB Köge (1-2)
19:00 Braga - Anderlecht (1-1)
Athugasemdir