Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 15. október 2025 12:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mættur aftur til Tottenham eftir 30 mánaða bann
Mynd: EPA
Ítalinn Fabio Paratici er mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir að hafa verið settur í 30 mánaða bann frá fótbolta árið 2023.

Tottenham verður nú með tvo íþróttastjóra, Paratici og Danann Johan Lange, sem var áður tæknilegur ráðgjafi félagasins.

Paratici steig til hliðar úr sínu hlutverki árið 2023 eftir að hann var settur í 30 mánaða bann frá fótbolta af FIFA.

Paratici fékk 30 mánaða bann fyrir afskipti sín í fjármálabraski ítalska félagsins Juventus sem hann starfaði áður fyrir.


Athugasemdir