Síðustu leikjum kvöldsins er lokið í undankeppni Afríkuþjóða fyrir HM þar sem tvær miklar fótboltaþjóðir tryggðu sér farmiða til Norður-Ameríku.
Sadio Mané, Iliman Ndiaye og Habib Diallo skoruðu mörk Senegal í stórsigri gegn Máritaníu. Mané setti tvennu og áttu Nicolas Jackson og Ismaila Sarr stoðsendingar.
Franck Kessié, Amad Diallo og hin bráðefnilegi Yan Diomande skoruðu þá mörkin fyrir Fílabeinsströndina gegn Keníu til að tryggja sæti á HM.
Austur-Kongó og Gabon enda í öðru sæti í riðlunum og fara bæði í umspilskeppni um að komast í aðra umspilskeppni um sæti á lokamótinu.
Mario Lemina skoraði í sigri Gabon í kvöld var Aaron Wan-Bissaka meðal sigurvegara í sigri Austur-Kongó.
Það eru 28 þjóðir búnar að tryggja sér þátttökurétt á HM á næsta ári og því eru aðeins 20 laus pláss eftir.
Senegal 4 - 0 Máritanía
1-0 Sadio Mane ('45+1)
2-0 Sadio Mane ('48)
3-0 Iliman Ndiaye ('64)
4-0 Habib Diallo ('85)
Fílabeinsströndin 3 - 0 Kenía
1-0 Franck Kessie ('7)
2-0 Yan Diomande ('54)
3-0 Amad Diallo ('84)
Marokkó 1 - 0 Vestur-Kongó
1-0 Youssef En-Nesyri ('63)
Austur-Kongó 1 - 0 Súdan
1-0 Theo Bongonda ('29)
Gabon 2 - 0 Búrúndí
1-0 Bryan Meyo Ngoua ('86)
2-0 Mario Lemina ('91)
N-Ameríka:
Bandaríkin
Mexíkó
Kanada
Asía:
Sádi-Arabía
Japan
Íran
Suður-Kórea
Jórdanía
Ástralía
Katar
Úsbekistan
Afríka:
Senegal
Fílabeinsströndin
Suður-Afríka
Marokkó
Egyptaland
Gana
Alsír
Túnis
Grænhöfðaeyjar
Suður-Ameríka:
Brasilía
Argentína
Kólumbía
Ekvador
Paragvæ
Úrúgvæ
Eyjaálfa:
Nýja-Sjáland
Evrópa:
England
Athugasemdir