Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   mið 15. október 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ætla ekki að semja við Dennis eftir læknisskoðun
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nígeríski framherjinn Emmanuel Dennis er falur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Nottingham Forest rann út síðasta sumar.

Dennis er 27 ára gamall og reyndist einn besti leikmaður Watford í úrvalsdeildinni þegar hann kom fyrst í enska boltann.

Hann skoraði 10 mörk í 33 deildarleikjum tímabilið 2020-21 þegar Watford féll niður í Championship deildina. Nottingham Forest keypti Dennis fyrir um 10 milljónir punda eftir fallið en hann fann aldrei taktinn með liðinu.

Hann skoraði 2 mörk í 25 leikjum á sínu fyrsta tímabili hjá Forest og var lánaður út til Istanbul Basaksehir, Watford og Blackburn Rovers en náði sér aldrei á strik. Meiðsli settu strik í reikninginn og hefur hann átt erfitt með að halda sér í formi.

Dennis hefur verið að æfa með Watford undanfarnar vikur og staðið sig vel á æfingum. Félagið vildi semja við hann á frjálsri sölu en hætti við eftir að leikmaðurinn fór í læknisskoðun í gær. Hann var búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir eins og hálfs árs samningi með möguleika á auka ári.

Sky Sports greinir frá þessu og segir að Watford sé ekki búið að útiloka að fara aftur í viðræður við Dennis eftir áramót.

Líklegt er að Dennis haldi áfram að æfa með Watford, sem er komið með 12 stig eftir 9 fyrstu umferðirnar í Championship deildinni.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 14 9 4 1 39 13 +26 31
2 Stoke City 14 8 3 3 21 9 +12 27
3 Middlesbrough 14 7 5 2 17 12 +5 26
4 Millwall 14 7 3 4 16 19 -3 24
5 Charlton Athletic 14 6 5 3 16 11 +5 23
6 Preston NE 13 6 4 3 17 12 +5 22
7 Bristol City 14 6 4 4 21 17 +4 22
8 Hull City 14 6 4 4 23 22 +1 22
9 Birmingham 14 6 3 5 19 15 +4 21
10 Ipswich Town 13 5 5 3 22 15 +7 20
11 Derby County 14 5 5 4 18 18 0 20
12 Watford 14 5 4 5 18 17 +1 19
13 Leicester 14 4 6 4 16 15 +1 18
14 West Brom 14 5 3 6 12 15 -3 18
15 QPR 13 5 3 5 16 21 -5 18
16 Wrexham 13 4 5 4 19 19 0 17
17 Swansea 13 4 5 4 13 13 0 17
18 Blackburn 13 5 1 7 13 17 -4 16
19 Oxford United 14 3 4 7 15 20 -5 13
20 Portsmouth 13 3 4 6 10 17 -7 13
21 Southampton 13 2 6 5 13 19 -6 12
22 Sheffield Utd 14 3 0 11 11 26 -15 9
23 Norwich 13 2 2 9 12 20 -8 8
24 Sheff Wed 13 1 4 8 10 25 -15 -5
Athugasemdir
banner
banner