Jóhannes Kristinn Bjarnason lagði upp fyrsta markið og gerði svo sigurmarkið í 2-1 sigri U21 landsliðs Íslands gegn Lúxemborg í undankeppni fyrir EM.
                
                
                                    Lestu um leikinn: Ísland U21 2 - 1 Lúxemborg U21
Þetta er fyrsti sigur Strákanna okkar í undankeppninni og eru þeir komnir með fimm stig eftir fjórar umferðir.
„Við ætluðum að byrja undankeppnina betur en það má segja að við séum komnir í gang núna eftir að hafa náð í stig á móti Sviss og unnið sterkan sigur hérna. Við erum að smella í gang," sagði Jóhannes Kristinn eftir sigurinn í dag.
„Við vorum betri á boltanum og hlupum meira heldur en í síðustu leikjum. Okkur langaði þetta meira fannst mér, það var held ég bara aðallega það."
Jói bendir á að hann hafi aldrei skorað mark fyrir yngri landslið Íslands fyrr en hann steig upp í U21 liðið. Hann er búinn að skora 2 mörk í 9 leikjum með U21.
Hann leikur með Kolding IF í næstefstu deild í Danmörku og er liðið í baráttu um að komast upp í efstu deild.
   14.10.2025 18:12
                    Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
		| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig | 
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Færeyjar | 5 | 3 | 0 | 2 | 6 - 11 | -5 | 9 | 
| 2. Sviss | 3 | 2 | 1 | 0 | 5 - 1 | +4 | 7 | 
| 3. Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 12 - 1 | +11 | 6 | 
| 4. Ísland | 4 | 1 | 2 | 1 | 4 - 4 | 0 | 5 | 
| 5. Eistland | 5 | 0 | 2 | 3 | 5 - 13 | -8 | 2 | 
| 6. Lúxemborg | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 - 5 | -2 | 1 | 
Athugasemdir
                                                                
                                                        




















        
        



