Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   þri 14. október 2025 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo orðinn markahæstur í sögu undankeppninnar
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Portúgala gegn Ungverjalandi er þjóðirnar mættust í undankeppni HM fyrr í kvöld.

Hann hefur þar með skorað 41 mark fyrir Portúgal í undankeppni HM og er orðinn sá markahæsti frá upphafi.

Carlos Ruiz frá Gvatemala er í öðru sæti með 39 mörk skoruð í undankeppni Norður-Ameríkuþjóða fyrir HM og kemur Lionel Messi svo í þriðja sæti með 36 mörk skoruð í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða.

Þar á eftir kemur hinn íranski Ali Daei með 35 mörk í asísku undankeppninni og svo er Robert Lewandowski með 33 mörk fyrir Pólland í Evrópu.

Ronaldo skoraði fyrra markið eftir undirbúning frá Nélson Semedo og seinna markið eftir fullkomna fyrirgjöf frá Nuno Mendes.
Athugasemdir
banner
banner
banner