Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 19:39
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttulandsleikir: Japan skrifaði söguna gegn Brasilíu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru nokkrir áhugaverðir æfingalandsleikir fram í dag þar sem Japan spilaði til að mynda við Brasilíu.

Lærisveinar Carlo Ancelotti í brasilíska liðinu komust í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik með mörkum frá Paulo Henrique og Gabriel Martinelli en Japanir mættu grimmir til leiks út í síðari hálfleikinn.

Japan var sterkari aðilinn eftir leikhléð og náði magnaðri endurkomu þar sem Takumi Minamino, Keito Nakamura, Ayase Ueda og Junya Ito leiddu sögulega endurkomu.

Japan vann að lokum 3-2 og varð þar með fyrsta þjóðin í fótboltasögunni til að leggja Brasilíu að velli eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik.

Suður-Kórea, sem steinlá gegn Brasilíu fyrir helgi, lagði þá Paragvæ að velli þökk sé mörkum Ji-sung Eom og Hyeon-gyu Oh. Kang-in Lee átti eina stoðsendingu. Þessar fjórar þjóðir hafa allar tryggt sér farmiða á HM á næsta ári.

Varalið Noregs gerði þá jafntefli í landsleik gegn Nýja-Sjálandi, þar sem lykilmenn á borð við Alexander Sörloth og Erling Haaland komu ekki við sögu. Antonio Nusa kom inn af bekknum í leikhlé og skoraði jöfnunarmark fyrir Noreg, sem lenti undir í fyrri hálfleik. Lokatölur 1-1.

Armando Broja leikmaður Burnley skoraði þá og lagði upp í 4-2 sigri Albaníu gegn Jordaníu, en Jordanía fer á HM í fyrsta sinn í sögunni á næsta ári.

Rússland og Íran unnu gegn Bólivíu og Tansaníu á meðan B-lið Marokkó lagði Kúveit að velli. Hinn 34 ára gamli Abderrak Hamdallah skoraði eina mark leiksins í sigri B-liðs Marokkó.

Japan 3 - 2 Brasilía
0-1 Paulo Henrique ('26)
0-2 Gabriel Martinelli ('32)
1-2 Takumi Minamino ('52)
2-2 Keito Nakamura ('62)
3-2 Ayase Ueda ('71)

S-Kórea 2 - 0 Paragvæ
1-0 Ji-sung Eom ('15)
2-0 Hyeon-gyu Oh ('75)

Noregur 1 - 1 Nýja-Sjáland
0-1 Finn Surman ('45+1)
1-1 Antonio Nusa ('62)

Albanía 4 - 2 Jordanía

Íran 2 - 0 Tansanía

Kúveit 0 - 1 Marokkó B

Rússland 3 - 0 Bólivía

Athugasemdir
banner
banner