Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 15. október 2025 08:50
Elvar Geir Magnússon
Freysi fékk verðlaun sem hann tileinkar aðstoðarmönnum sínum
Freysi ásamt aðstoðarmönnum sínum.
Freysi ásamt aðstoðarmönnum sínum.
Mynd: Brann
Freyr Alexandersson var verðlaunaður af norsku úrvalsdeildinni og tilkynnti strax að þessum verðlaunum myndi hann deila með öllu þjálfarateymi Brann.

Freyr var valinn þjálfari mánaðarins í ágúst og september en lið hans Brann er í toppbaráttu deildarinnar, situr í þriðja sæti eftir að hafa leikið 23 leiki.

Auk þess er Freyr fyrsti íslenski þjálfarinn sem stýrir liði í Evrópudeildinni; þar hefur Brann verið að spila vel í fyrstu tveimur leikjunum. Liðið tapaði naumlega fyrir Lille og vann svo Utrecht.

Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson leika fyrir Brann. Sævar Atli meiddist á hné í 2-2 jafntefli Íslands gegn Frakklandi og hélt hann til Bergen í gær til að fara í myndatöku.


Athugasemdir