Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 16:51
Elvar Geir Magnússon
U21: Langþráður sigur Íslands
Jói Bjarna skoraði og lagði upp.
Jói Bjarna skoraði og lagði upp.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland U21 2 - 1 Lúxemborg U21
1-0 Benoný Breki Andrésson ('28 )
1-1 Jayson Videira ('37 )
2-1 Jóhannes Kristinn Bjarnason ('61 )

Lestu um leikinn

Eftir sex mótsleiki í röð án sigurs kom loks langþráður sigur hjá U21 landsliðinu í dag þegar það vann 2-1 sigur gegn Lúxemborg á Þróttarvelli.

Ísland er því komið með fimm stig eftir fjóra leiki í riðlinum og lyfti sér upp í þriðja sætið.

Jóhannes Kristinn Bjarnason var með mark og stoðsendingu fyrir íslenska liðið í dag. Benoný Breki kom Íslandi yfir á 28. mínútu en níu mínútum síðar jafnaði Lúxemborg.

Íslenska liðið átti mun fleiri marktilraunir í þessum leik og Jóhannes skoraði sigurmarkið á 61. mínútu. Í næsta glugga mætast liðin aftur, þá í Lúxemborg.
Athugasemdir
banner
banner