Kantmaðurinn ungi Björgvin Brimi Andrésson gekk nýverið til liðs við Íslandsmeistara Víkings frá Gróttu. Björgvin er einungis sautján ára gamall en er mikið efni en hann skoraði átta mörk í tuttugu leikjum í 2. deildinni í sumar.
Eldri bróðir Björgvins er Benoný Breki, leikmaður Stockport á Englandi. Benóný var stoltur af yngri bróður sínum þegar Fótbolti.net ræddi við hann í gær um Björgvin.
„Ég er virkilega stoltur af honum. Það er geggjað að svona klúbbur hefur áhuga á honum. Allir í fjölskyldunni eru mjög stoltir af honum og við vitum hvað hann getur og hann mun sýna það.“
„Ég hef virkilega mikla trú á honum, við vitum öll í fjölskyldunni hvað hann er ógeðslega góður í fótbolta. Þegar hann er með sjálfstraust er hann eiginlega óstöðvandi, fáránlegt að horfa á hann.“
Björgvin fer út á reynslu til Stockport eftir landsleikjagluggann.
„Hann kemur núna út eftir landsleikjagluggann og verður í tvær vikur. Kemur og skoðar þetta síðan fer hann heim í hörkuna í Bestu.“