Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   sun 25. október 2020 15:53
Ívan Guðjón Baldursson
England: Southampton ekki í vandræðum gegn Everton
Southampton 2 - 0 Everton
1-0 James Ward-Prowse ('27)
2-0 Che Adams ('35)
Rautt spjald: Lucas Digne, Everton ('72)

Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðabandið er Everton heimsótti Southampton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi Þór og félagar virtust ekki klárir í slaginn því Southampton komst í tveggja marka forystu og leiddi verðskuldað í leikhlé. Gylfi Þór átti sök í öðru markinu þar sem hann missti af skallabolta.

James Ward-Prowse skoraði fyrra markið eftir gott samspil við Danny Ings og tvöfaldaði Che Adams forystuna átta mínútum síðar eftir fyrirgjöf frá Ings, sem lagði tvö mörk upp í sama leiknum í fyrsta sinn á úrvalsdeildarferlinum.

Carlo Ancelotti skipti Alex Iwobi út fyrir Bernard í leikhlé en þegar skiptingin virtist ekki bera tilætlaðan árangur tók hann Abdoulaye Doucouré og Gylfa Þór Sigurðsson einnig af velli. Tólf mínútum síðar fékk Lucas Digne að líta beint rautt spjald fyrir klunnalegt brot á Kyle Walker-Peters.

Southampton verðskuldaði sigurinn fyllilega gegn döpru liði Everton. Southampton er komið upp að hlið Leeds og Crystal Palace, með tíu stig eftir sex umferðir.

Everton deilir toppsætinu með nágrönnum sínum í Liverpool, með þrettán stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner