Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 25. október 2021 16:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Dalvíkursport 
Jói Hreiðars og Peddi stýra Dalvík/Reyni saman (Staðfest)
Peddi, Jói og Kiddi Björns.
Peddi, Jói og Kiddi Björns.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Stjórn Knattspyrnudeildar Dalvíkur hefur gengið frá samningum við tvo aðalþjálfara sem stýra munu liðinu saman næsta sumar. Þetta eru þeir Pétur Heiðar Kristjánsson og Jóhann Hreiðarsson. Samningurinn er til eins árs.

Þetta kemur fram á heimasíðu Dalvíkur. Dalvík/Reynir endaði í 7. sæti í 3. deild í sumar, endaði níu stigum fyrir ofan fallsæti og tólf stigum frá öðru sætinu. D/R féll úr 2. deild sumarið 2020.

Peddi var aðalþjálfari liðsins á síðasta tímabili og Jói honum til aðstoðar, en með ákveðnum áherslubreytingum munu þeir félagar halda samstarfinu áfram.

Áætla má að liðið hefji æfingar fljótlega í nóvember og liðið mun svo taka þátt í Kjarnafæðismótinu sem hefst í lok árs.

„Við teljum það jákvætt að hafa tvo öfluga einstaklinga í starfi aðalþjáflara fyrir félag sem okkar. Við sjáum ákveðin tækifæri í þannig fyrirkomulagi og teljum okkur vera sníða stakk eftir vexti. Þó liðið hafi ekki náð markmiðum sínum á síðasa tímabili þá teljum við að þetta teymi sé á réttri vegferð með starfið í heild og spennandi hlutir séu í farvatninu“ segir Stefán Garðar formaður félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner