Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   mán 25. október 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Simeone hefur áhyggjur af varnarleiknum eftir leikinn í gær
Atletico Madrid
Atletico Madrid
Mynd: EPA
Atletico Madrid kom til baka úr stöðunni 0-2 gegn Real Sociedad í toppbaráttuslag í La Liga í gær. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli þar sem Luis Suarez skoraði bæði mörk Atleti.

Diego Simeone, stjóri Atleti, hefur áhyggjur af varnarleiknum þar sem liðið hefur nú fengið fimm mörk á sig í síðustu tveimur leikjum, sem er óvanalagt hjá liði undir hans stjórn. Liðið tapaði 2-3 gegn Liverpool í Meistaradeildinni í liðinni viku.

„Já, þetta er áhyggjuefni. Við verðum að bæta okkur eins fljótt og hægt er. Við getum alltaf skorað en það þarf að vera jafnvægi," sagði Simeone.

Hann hrósaði Felipe sem hefur leyst af Stefan Savic í miðri vörninni. „Felipe leit stórkostlega út. Í þremur leikjum hefur hann verið okkar besti maður. Liðið þarf að verjast sem heild svo við náum að bæta okkur," sagði Simeone.

Norðmaðurinn Alexander Sörloth og Svíinn Alexander Isak komu Sociedad í 2-0 í leiknum en eftir markið frá Isak þá tók Atletico völdin á vellinum og náði að koma til baka. Atleti er sem stendur í fjórða sæti með átján stig eftir níu leiki.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner