Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sagði við Fótbolta.net á fréttamannafundi í Gent að þrír leikmenn liðsins væru tæpir fyrir leikinn gegn Gent í Sambandsdeildinni á morgun.
Leikurinn er liður í þriðju umferð riðlakeppninnar og er Breiðablik í leit að sínum fyrstu stigum í riðlinum á meðan Gent er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Leikurinn er liður í þriðju umferð riðlakeppninnar og er Breiðablik í leit að sínum fyrstu stigum í riðlinum á meðan Gent er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.
„Við tókum nokkra daga í frí eftir að tímabilinu heima lauk. Svo reyndum við að byggja hægt og rólega upp æfingaálagið og æfingavikan áður en við fórum út var mjög kröftug. Mér fannst menn ná vopnum sínum og á sama tíma safnað kröftum. Það var virkilega mikill kraftur í liðinu í síðustu viku og í leiknum á sunnudag sem er frábært. Flestir eru heilir, einhver smá meiðsli, en mér líður eins og hópurinn sé á mjög góðum stað," sagði Dóri.
Eru einhverjir sem eru 100% ekki að fara spila á morgun?
„Patrik (Johannesen) er auðvitað frá. Eyþór (Aron Wöhler) og Kristófer Ingi (Kristinsson) eru mjög tæpir, við sjáum hvernig æfingin í dag kemur út varðandi þá. Þeir eru að koma til baka eftir meiðsli."
„Kiddi (Kristinn Steindórsson) fór meiddur út af á móti Rangers. Við sjáum hvernig hann verður á æfingu í dag. Hann er allavega ekki alvarlega meiddur," sagði Dóri.
Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir