Á morgun ræðst það hvaða lið fellur með Fylki úr Bestu deildinni en Vestramenn eru öruggir með áframhaldandi veru í deildinni ef þeir vinna Fylki á heimavelli sínum í lokaumferðinni.
Leikur Vestra og Fylkis hefst klukkan 14 á morgun en það er vetrarríki á Ísafirði og hefur snjóað í vikunni. Það var mikið líf á Kerecisvellinum í dag þegar starfsmenn Vestra og sjálfboðaliðar voru að skafa völlinn til að gera hann leikfæran fyrir morgundaginn.
Leikur Vestra og Fylkis hefst klukkan 14 á morgun en það er vetrarríki á Ísafirði og hefur snjóað í vikunni. Það var mikið líf á Kerecisvellinum í dag þegar starfsmenn Vestra og sjálfboðaliðar voru að skafa völlinn til að gera hann leikfæran fyrir morgundaginn.
Ekki er búið að virkja hitakerfi undir vellinum og fram kemur á Vísi að engin snjókoma sé í kortunum fram að leik svo völlurinn er klár fyrir heimsókn Árbæinga.
Á sama tíma og Vestri tekur á móti Fylki þá mun HK leika gegn KR. HK-ingar þurfa að ná betri úrslitum en Vestri til að halda sæti sínu í Bestu deildinni.
laugardagur 26. október
14:00 KR-HK (AVIS völlurinn)
14:00 Vestri-Fylkir (Kerecisvöllurinn)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir