„Það hefur aldrei verið eins auðveld ákvörðun að endurnýja við þjálfara eins og í dag," segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson stýra landsliðinu saman næstu tvö ár og svo tekur Heimir við stjórnartaumunum einn.
Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við Geir.
Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við Geir.
„Það eru nokkrir mánuðir síðan við hófum þessar viðræður og ræddum þetta í stjórn sambandsins. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í langan tíma. Það er mikið traust milli okkar og í mínum huga var alltaf ljóst að hann yrði áfram, það var bara spurning með hvaða hætti það yrði."
Athugasemdir