banner
   fim 25. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
„Tileinkað öllum þeim sem höfðu trú á mér"
Junior Messias fagnar sigurmarki sínu
Junior Messias fagnar sigurmarki sínu
Mynd: EPA
Junior Messias, leikmaður MIlan, var fullur af auðmýkt er hann talaði við fjölmiðla eftir 1-0 sigur liðsins á Atlético Madríd í gær en hann gerði sigurmark ítalska liðsins.

Þetta var fyrsta mark leikmannsins en saga hans er hreint út sagt ótrúleg.

Fyrir fimm árum síðan var hann sendibílstjóri á Ítalíu að spila í ítölsku D-deildinni og gerði sigurmark í Meistaradeildinni í gær.

„Markið vil ég tileinka fjölskyldu minni og öllum þeim sem höfðu trú á mér," sagði Messias.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna og sigurinn. Þetta þýðir að það er enn von en það er nóg eftir. Þetta var eðlisávísun ég fylgdi bara hreyfingunni og var rólegur þegar boltinn kom. Þegar maður er rólegur þá eru allir vegir færir."

„Það sem gerðist var mikilvægasta augnablik ferilsins en auðmýkt er mikilvæg. Ég má ekki láta gagnrýni hafa áhrif á mig eða láta það stíga mér til höfuðs er mér er hrósað,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner