Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 26. janúar 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Boubacar Kamara til Man Utd?
Boubacar Kamara í leik með Marseille.
Boubacar Kamara í leik með Marseille.
Mynd: EPA
Íþróttafréttamaðurinn Nicolo Schira þykir vel að sér í leikmannamarkaðnum en hann segir að Manchester United hafi boðið Boubacar Kamara fimm ára samning.

Þessi 22 ára miðjumaður rennur út á samningi hjá Marseille í sumar en Roma og Newcastle hafa einnig sýnt honum áhuga.

Talað er um að Manchester United sé að vinna að því að fá Kamara inn fyrir mánaðamót.

Ralf Rangnick er sagður hrifinn af frammistöðu leikmannsins fyrir franska liðið.

Tíminn verður að leiða í ljós hvort Kamara fari á Old Trafford og þá hvort það verði á næstu dögum eða næsta sumar.

Lengi hefur verið talað um þörf Manchester United á því að styrkja miðsvæði sitt.
Athugasemdir
banner
banner
banner