Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   mán 26. febrúar 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frábært að fá Gunnhildi inn í nýju hlutverki - „Gríðarlega fær"
Icelandair
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var ekki lengi fjarverandi í landsliðinu en hún er núna tekin við sem styrktarþjálfari eftir að hafa lagt landsliðskóna á hilluna í fyrra.

Gunnhildur spilaði á landsliðsferli sínum 102 A-landsleiki en hún hefur á undanförnum árum menntað sig í þjálfun.

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, fagnar því að fá Gunnhildi aftur í hópinn en hún var stór hluti af honum sem leikmaður.

„Það er bara frábært. Gunnhildur er og var mikill leiðtogi þegar hún var í landsliðinu. Hún kemur inn með miklar kröfur og mikinn 'standard'," sagði Glódís á fréttamannafundi í dag.

„Hún er gríðarlega fær í því sem hún er að gera. Við erum ótrúlega glaðar að fá hana aftur inn í hópinn. Hún ýtir á eftir okkur og passar upp á okkur á sama tíma. Það er frábært að fá hana inn og gott að fá svona reynslu inn í hópinn."

Ísland mætir á morgun Serbíu í mikilvægum leik í umspili Þjóðadeildarinnar. Leikurinn hefst 14:30 og er á Kópavogsvelli. Með sigri heldur Ísland sér í A-deild Þjóðadeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner