Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   mán 26. febrúar 2024 11:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harðorður í garð Man Utd - „Þá á sá stjóri að fá riddaratign"
Paul Merson.
Paul Merson.
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði 1-2 gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni síðasta laugardag og er það mikið högg fyrir liðið í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Frammistaða United í leiknum var langt frá því að vera góð en Paul Merson, sparkspekingur Sky Sports, lét menn hjá United heyra það.

„Man Utd voru hræðilegir, algjörlega hræðilegir. Ég er ekki að ýkja," sagði Merson. „Hvernig þeir halda að þeir geti komist í topp fjóra, ég skil það ekki. Fulham átti mjög skilið að vinna leikinn. Þetta var engin heppni."

„Ég get ekki einu sinni útskýrt það hversu lélegir Man Utd voru. Þetta var svo ævintýralega lélegt."

Sir Jim Ratcliffe, sem keypti nýverið 25 prósenta hlut í Man Utd, hefur talað um að hann vilji skáka Man City og Liverpool en Merson sér það ekki gerast á næstunni. Hann segir að félagið þurfi að fara í uppbyggingu og laga sín mál.

„Man Utd er milljón mílum frá City. Ég sé þá ekki vinna deildina á næstunni. Þeir þurfa að sækja Dan Ashworth og hefja uppbyggingu. Ég myndi frekar borga 30 milljónir punda fyrir hann en einhvern einn leikmann. Þetta gerist ekki á einni nóttu. Ef Man Utd vinnur deildina á næstu fimm árum, þá á sá stjóri sem stýrir þeim að fá ridddaratign. Í alvöru."
Athugasemdir
banner
banner
banner