Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 19:44
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Ótrúleg þrenna frá Dybala rétt nægði gegn Torino
Mynd: EPA
Mynd: EPA
AS Roma 3 - 2 Torino
1-0 Paulo Dybala ('42, víti)
1-1 Duvan Zapata ('44)
2-1 Paulo Dybala ('57)
3-1 Paulo Dybala ('69)
3-2 Dean Huijsen ('89, sjálfsmark)

AS Roma og Torino áttust við í fyrri leik kvöldsins í ítalska boltanum og úr varð áhugaverður slagur þar sem fimm mörk létu dagsins ljós.

Leikurinn sjálfur var frekar bragðdaufur, þar sem gestirnir frá Tórínó voru betra liðið á vellinum en náðu ekki að skapa sér annað en hálffæri hér og þar. Rómverjar sköpuðu sér lítið en það var argentínski snillingur Paulo Dybala sem gerði gæfumuninn.

Dybala skoraði fyrsta mark leiksins á 42. mínútu, með fyrstu marktilraun Roma sem hæfði markrammann. Hann skoraði úr vítaspyrnu en Dúvan Zapata jafnaði fyrir gestina skömmu síðar, eftir undirbúning frá vængbakverðinum öfluga Raoul Bellanova.

Roma átti eftir að eiga tvær marktilraunir í viðbót í leiknum sem rötuðu á rammann og í bæði skiptin tókst Dybala að setja boltann í netið. Hann fullkomnaði þar með glæsilega þrennu til að breyta stöðunni í 3-1 fyrir Roma, í leik sem var annars afar tíðindalítill.

Rómverjar gerðu vel að halda stjórn á hraða leiksins eftir að Dybala fullkomnaði þrennuna og tókst gestunum ekki að minnka muninn fyrr en undir lokin, þegar miðvörðurinn ungi Dean Huijsen varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Nær komust gestirnir þó ekki og urðu lokatölur 3-2 í rólegum leik, þar sem Dybala skein skært.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Empoli 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Monza 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Frosinone 38 8 11 19 44 69 -25 35
18 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Sassuolo 38 7 9 22 43 75 -32 30
19 Venezia 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Salernitana 38 2 11 25 32 81 -49 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner