Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 26. mars 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eitt sinn leikmaður Arsenal en er núna rapparinn BLOW
Quincy Owusu-Abeyie í leik með Arsenal gegn Everton. Tækling frá Tony Hibbert.
Quincy Owusu-Abeyie í leik með Arsenal gegn Everton. Tækling frá Tony Hibbert.
Mynd: Getty Images
Hann lagði skóna á hilluna þrítugur og einbeitir sér núna að rappferlinum.
Hann lagði skóna á hilluna þrítugur og einbeitir sér núna að rappferlinum.
Mynd: Getty Images
Quincy Owusu-Abeyie, fyrrum leikmaður Ajax og Arsenal, er í athyglisverðu viðtali við The Athletic. Þar segir hann frá því hvernig hann fór úr fótboltanum í rappsenuna, en hann er í dag rappari og gengur undir nafninu BLOW.

Owusu-Abeyie ólst upp í slæmu hverfi í Amsterdam og var í unglingaliðum Ajax. Honum var hins vegar sagt upp hjá Ajax vegna hegðunarvandamála.

Eftir það hefði líf hans getað farið á versta veg og einkennst af glæpum; ef ekki hefði verið fyrir Arsenal.

„Kannski hefði ég verið í venjulegri vinnu frá níu til fimm, kannski hefði ég endað í rugli á götunni, ég veit það ekki... en sem betur fer fékk ég símtalið," segir hann.

„Ég er fæddur og uppalinn í Bijlmermeer hverfinu í Amsterdam. Það er gettóið. Það var ekki auðvelt. Stundum varstu úti að leika þér og þú heyrðir byssuhvell, eða þú heyrðir að einhver var stunginn. Þegar ég fékk símtalið þá sagði ég: 'Arsenal? Hver vill ekki spila fyrir Arsenal?'"

„Þegar ég hitti Arsene Wenger þá áttaði ég mig almennilega á stöðunni, að þetta væri ekki einhver sjónvarpsþáttur. Ég leit á umboðsmann minn og hann leit til baka á mig. Ég vissi að ég yrði að standa mig."

Hann komst að hjá Arsenal. Á sínu fyrsta tímabili með U-17 liði félagsins skoraði Quincy 17 mörk í aðeins 20 leikjum. Á þeim tíma fór aðallið Arsenal í gegnum tímabil í ensku úrvalsdeildinni taplaust. Hann náði vel saman við leikmenn í aðalliðinu.

„Það var góð tónlist í búningsklefanum," segir hann. „Thierry Henry stjórnaði henni alltaf. Þegar ég byrjaði minn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni árið 2005 gegn Portsmouth þá byrjaði ég frammi með Henry. Ég man fyrir leikinn þá sagði hann mér að setja Ipod-inn minn í gang. Það var góð tilfinning og gaman að þeir skyldu leyfa mér það. Ég var bara krakki, hann þurfti ekki að gera það."

„Ég segi alltaf að ég hafi spilað með þeim allra bestu. Ég var á æfingasvæðinu með Thierry Henry, Patrick Vieira, Dennis Bergkamp, Robert Pires, Robin van Persie. Allir sem voru hluti af ósigrandi liðinu - ég var þarna. Á þeim tíma lærði ég hvað mest."

Quincy spilaði með tíu öðrum félögum áður en hann lagði skóna á hilluna aðeins þrítugur. Hann hætti árið 2017, en var fyrir það byrjaður að gefa út lög undir nafninu BLOW. Hann vildi ekki gefa upp hver hann væri til þess að vera ekki að flækja fótboltanum og tónlistinni saman.

„Það var ekki auðvelt að skipta úr fótbolta í tónlist. En þegar ég sagði loksins frá því - þegar ég sagði fólki að Quincy Owusu-Abeyie væri rapparinn BLOW - þá gat ég verið ég sjálfur."

„Ég vildi eitthvað öðruvísi. Ég er að gera eitthvað sem ég elska að gera. Tónlist er lífið fyrir mér. Þetta er vinnan mín núna. Þetta er það sem ég er."

Athugasemdir
banner
banner
banner