fim 26. mars 2020 14:54
Elvar Geir Magnússon
Freysi til í sóttkví með Carragher og Sveppa
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins og fyrrum þjálfari Leiknis, er í skemmtilegu viðtali við Leiknisljónasíðuna, síðu stuðningsmanna Leiknis.

Í samkomubanninu hefur síðan verið að fá Leiknismenn til að segja frá því hvað þeir eru að bralla í frítímanum.

Í viðtalinu segir Freyr meðal annars frá því að hann sé að horfa á heimildarþætti á Amazon Prime um brasilíska landsliðið og hlusta á That Peter Crouch podcastið.

Þá er hann látinn velja félagsskap með sér í 30 daga sóttkví og mátti velja einn úr hverjum flokki eftirfarandi, lífs eða liðinn:

Hollywood stjarna: Al Pacino. Fékk æði fyrir mafíósa myndum á ákveðnum tíma. Væri gaman að spjalla við kallinn um þá senu.

Íþróttastjarna: Jamie Carragher. Skemmtilegur, eðlilegur náungi.

Tónlistarmaður: Jón Jónsson. Hann kemur öllum í gott skap. Getur líka kennt mér að hlaupa.

Grínisti: Sveppi. Elska Sveppa.

Sögufræg persóna: Bill Shankley. Alvöru gæji þar á ferð.

Hér má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner